Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

       

1000. fundur - 14. jan. 2003

Ár 2002 þriðjudaginn 14. janúar 2003 var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00.

Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Kristín S. Einarsdóttir og Már Ólafsson varamaður. Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson. Þetta var gert:

Oddviti flutti tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá að 9. liður bætist við: Bréf frá Útgerðarfélaginu Særoða ehf.

Oddviti kynnti þá eftirfarandi dagskrá í 9 töluliðum:

  • 1. Bréf frá Fjármála- og Iðnaðarráðuneyti dags. 23. desember 2002.
  • 2. Beiðni um styrk til uppbyggingar Galdrasýningar á Ströndum.
  • 3. Fjárbeiðni frá Stígamótum ásamt fjárhagsáætlun 2003.
  • 4. Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  • 5. Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða dags. 13. desember 2002.
  • 6. Fundargerð 73. skólanefndarfundar Menntaskólans á Ísafirði dags. 16. desember 2002.
  • 7. Fundargerðir Launanefndar sveitarfélaga dags. 13. og 30. desember 2002.
  • 8. Frumvarp að fjárhagsáætlun Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2003, lagt fram til fyrri umræðu.
  • 9. Bréf frá Útgerðarfélaginu Særoða ehf.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Bréf frá Fjármála- og Iðnaðarráðuneyti dags. 23. desember 2002: Borist hefur bréf dags. 23. des frá Fjármála- og Iðnaðarráðuneyti um að fjárupphæð fyrir sölu á hlut hreppsins í Orkubúi Vestfjarða, sem hefur verið bundin inn á bankareikningi, sé nú til frjálsrar ráðstöfunar af hálfu Hólmavíkurhrepps. Lagt fram til kynningar.

2. Beiðni um styrk til uppbyggingar Galdrasýningar á Ströndum: Borist hefur bréf dags. 15. desember 2002 með styrkbeiðni til Galdrasafnsins. Samþykkt var samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 215.000.-

3. Fjárbeiðni frá Stígamótum ásamt fjárhagsáætlun 2003: Borist hefur bréf dags. 27. nóvember 2002 frá Stígamótum um fjárbeiðni. Samþykkt var að hafna erindinu.

4. Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga: Borist hefur bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dags. 16. desember varðandi helgarnámskeið fyrir sveitarstjórnarmenn 15.-16. og 22.-23. febrúar 2003. Samþykkt var að fresta málinu til næsta fundar, en sveitarstjóra falið að kynna sér það betur.

5. Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða dags. 13. desember 2002: Borist hefur bréf dags. 16. desember 2002 frá heilbrigðisnefnd Vestfjarða ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar frá 13. desember 2002. Lagt fram til kynningar.

6. Fundargerð 73. skólanefndarfundar Menntaskólans á Ísafirði dags. 16. desember 2002: Borist hefur fundargerð skólanefndar M.Í. frá 16. des. 2002 73. fundi. Lagt fram til kynningar.

7. Fundargerðir Launanefndar sveitarfélaga dags. 13. og 30. desember 2002: Lagt fram til kynningar.

8. Frumvarp að fjárhagsáætlun Hólmavíkurhrepps fyrir árið 2003, lagt fram til fyrri umræðu: Oddviti hafði formála að fjárhagsáætlun, en sveitarstjóri gerði grein fyrir frumvarpinu og ræddi um einstaka fjárhagsliði. Sveitarstjóri taldi að það þyrfti að viðhafa aðhald og sparnað í rekstri og nefndi dæmi um það. Allmiklar umræður urðu um fjárhagsáætlunina. Samþykkt var að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2003 með tekjuafgangi frá rekstri til fjárfestinga að upphæð kr. 14.811.000.- til annarrar umræðu.

9. Bréf frá Útgerðarfélaginu Særoða ehf: Borist hefur bréf dags. 13. jan. 2003 frá Sævoða ehf. varðandi úthlutun á byggðakvóta. Sveitarstjóri hefur unnið að upplýsingum vegna úthlutunar til útgerða á Hólmavík og hefur sent greinargerð um málið til Sjávarútvegsráðuneytis og mun fara þangað til viðræðu 15. janúar. Hreppsnefnd tekur jákvætt undir það að vinna að þessu máli og fá útlausn sem fyrst. 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, þúsundasta fundi hreppsnefndar Hólmavíkur var slitið kl. 19.00.

Engilbert Ingvarsson (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Már Ólafsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Kristín S. Einarsdóttir (sign), Valdemar Guðmundsson (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign).

      

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson