Rækjuvefur

Einkar áhugaverður vefur um vel afmarkað og útfært efni. Framsetning er skýr og vefurinn léttur og aðgengilegur. Efnistökin eru afar metnaðarfull og hugmyndavinna að baki vefnum mikil. Upplýsinga- og fræðslugildi vefsins er ótvírætt. Vefurinn er markviss, frumlegur og skemmtilegur. Frágangur og greinargerð um vinnubrögð eru til fyrirmyndar. Eigin hugmyndir nemenda eru athyglisverðar og með verkefnavinnunni hafa nemendur verið vaktir til umhugsunar um atvinnugreinina. Þróunarmöguleikar vefsins eru mikilsverðir og auðvelt að yfirfæra verkefni að öðrum þáttum í skólastarfinu. Vel hefur tekist til við að tengja viðfangsefnið samfélaginu í heimabyggð auk þess sem verkefnið er lýsandi dæmi um góða samvinnu nemenda á misjöfnum aldri, kennara og samfélags. Dómnefnd telur að verkefnið falli sérstaklega vel að þeim markmiðum sem ráðuneytin settu með keppninni.

Reykjavík 10. september 2005

Með bestu framtíðaróskum,
Árni M. Matthiesen
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir



 Grunnskólinn á Hólmavík/ Kristín Sigurrós Einarsdóttir
Fyrirspurnir og ábendingar sendist: stina@holmavik.is
Síðast uppfært: 11/17/05.