Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

Hreppsnefndarfundur nr. 2 og 1081 frá upphafi

Ár 2006 þriðjudaginn 27. júní var haldinn fundur í hreppsnefnd sameinaðs sveitarfélags Hólmavíkurhrepps og Brodddaneshrepps.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00.  Valdemar Guðmundsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Jón Gísli Jónsson, Már Ólafsson og Daði Guðjónsson.  Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta var gert.

Valdemar kynnti  boðaða dagskrá fundarins í 8 liðum, sem var eftirfarandi:

 

1.           Kosning í nefndir og ráð.

2.           Ráðningarsamningur við sveitarstjóra og launagreiðslur til hreppsnefndar og nefnda.

3.           Tilboð frá strandir.is um birtingu fundargerða og fleiri upplýsinga á netinu.

4.           Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um boðun á 20. landsþing sambandsins á Akureyri 27. - 29. september 2006.

5.           Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða um veitt starfsleyfi fyrir Félagsheimilið á Hólmavík frá 02.06.2006 til 02.06.2010.

6.           Fundargerð heilbrigðisnefndar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða frá 2. júní 2006.

7.           Opnun tilboða í Austurtún 6.

8.           Beiðni frá Matthíasi Lýðssyni og Hafdísi Sturlaugsdóttur um þátttöku sveitarfélagsins í kostnaði vegna tónlistarnáms dóttur þeirra.

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  1. Kosning í nefndir og ráð.  Eftirtaldir voru kosnir samhljóða í nefndir og ráð.

 

Skoðunarmenn til eins árs:

Anna Þorbjörg Stefánsdóttir

Signý Ólafsdóttir

Varamenn:

Jóhann Björn Arngrímsson

Úlfar Pálsson

 

Kjörstjórn vegna alþingiskosninga 2007:

Anna Þorbjörg Stefánsdóttir

Maríus Kárason

Bryndís Sigurðardóttir

Varamenn:

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir

Signý Ólafsdóttir

Birna Richardsdóttir

 

Endurskoðandi:

Kristján Jónasson KPMG.

 

Hafnarnefnd:

Jóhann Lárus Jónsson

Hjörtur Númason

Jón Stefánsson

Varamenn:

Sverrir Guðbrandsson

Jón Vilhjálmur Sigurðsson

Þórólfur Guðjónsson

 

Atvinnumálanefnd:

Gunnlaugur Sighvatsson

Kári Bergsson

Lára Guðrún Agnarsdóttir

Eysteinn Gunnarsson

Daði Guðjónsson

Varamenn:

Ásta Þórisdóttir

Jón Jónsson

Valdemar Guðmundsson

Ingimundur Pálsson

Þorsteinn Sigfússon

 

Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd:

Jóhann Lárus Jónsson

Dagrún Magnúsdóttir

Gunnlaugur Sighvatsson

Hannes Leifsson

Þórólfur Guðjónsson

Varamenn:

Ingibjörg Emilsdóttir

Snorri Jónsson

Reynir Björnsson

Röfn Friðriksdóttir

Már Ólafsson

 

Leikskólanefnd:

Sigurður Marinó Þorvaldsson

María Mjöll Guðmundsdóttir

Kristín Einarsdóttir

Varamenn:

Hrafnhildur Þorsteinsdóttir

Ingibjörg Emilsdóttir

Erna Fossdal

 

Skólanefnd grunn- og tónskóla:

Ester Sigfúsdóttir

Steinunn Þorsteinsdóttir

Sverrir Guðbrandsson

Jóhann Áskell Gunnarsson

Ingimundur Pálsson

Varamenn:

Hlíf Hrólfsdóttir

Sigurrós Þórðardóttir

Stefán Jónsson

Ólöf Jónsdóttir

Jensína Pálsdóttir

 

 

Umhverfisnefnd:

Lýður Jónsson

Ásta Þórisdóttir

Jón Gísli Jónsson

Jón Halldórsson

Eysteinn Gunnarsson

Varamenn:

Ingibjörg Sigurðardóttir

Sólrún Jónsdóttir

Svanhildur Jónsdóttir

Jón Stefánsson

Jóhann Áskell Gunnarsson

 

Félagsmálaráð:

Bryndís Sveinsdóttir

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir

Gunnar Melsted

Röfn Friðriksdóttir

Jensína Pálsdóttir

Varamenn:

Rósmundur Númason

Sólrún Jónsdóttir

Ingibjörg Sigurðardóttir

Helga Rut Halldórsdóttir

Kristín S. Einarsdóttir

 

Íþrótta- og tómstundanefnd:

Ingibjörg Sigurðardóttir

Kristján Sigurðsson

Ingibjörg Emilsdóttir

Jóhann Áskell Gunnarsson

Þórólfur Guðjónsson

Varamenn:

Rósmundur Númason

Jóhanna Ása Einarsdóttir

Arnar Jónsson

Jóhanna B. Ragnarsdóttir

Marta Sigvaldadóttir

 

Landbúnaðarnefnd:

Þórður Halldórsson

Sverrir Guðbrandsson

Drífa Hrólfsdóttir

Jón Stefánsson

Ólöf Jónsdóttir

Varamenn:

Magnús Sveinsson

Haraldur V.A. Jónsson

Reynir Björnsson

Marta Sigvaldadóttir

Guðfinnur Finnbogason

  1. Ráðningarsamningur við sveitarstjóra og launagreiðslur til hreppsnefndar og nefnda.  Sveitarstjóri vék af fundi á meðan afgreiddur var ráðningarsamningur við hann.  Samþykkti sveitarstjórn samhljóða ráðningarsamninginn sem og tillögur um nefndarlaun.  Sveitarstjóri kom aftur á fundinn.

3.      Tilboð frá strandir.is um birtingu fundargerða og fleiri upplýsinga á netinu.  Borist hefur tilboð frá strandir.is um að birta allar fundargerðir, tilkynningar, laus störf, nefndir, stofnanir sveitarfélagsins og starfsfólk, ýmis eyðublöð og ýmislegt annað sem áhugi er á fyrir 250.000 kr.   Vék Jón Gísli Jónsson af fundi við afgreiðslu málsins.  Samþykkt var samhljóða að ganga til samninga við strandir.is.  Jón Gísli Jónsson kom aftur á fundinn.

4.      Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um boðun á 20. landsþing sambandsins á Akureyri 27. - 29. september 2006.  Borist hefur erindi dags. 14. júní 2006 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um boðun á 20. landsþing sambandsins sem haldið verður á Akureyri 27. – 29. september 2006 en sameinað sveitarfélag Hólmavíkur- og Broddaneshreppa á rétt á einum fulltrúa á þingið.  Samþykkt var samhljóða að sveitarstjóri færi sem fulltrúi sveitarfélagsins og Valdemar Guðmundsson og Daði Guðjónsson sem varamenn.

  1. Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða um veitt starfsleyfi fyrir Félagsheimilið á Hólmavík frá 02.06.2006 til 02.06.2010.  Borist hefur erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dags. 2. júní 2006 um veitt starfsleyfi fyrir Félagsheimilið á Hólmavík fyrir tímabilið 2. júní 2006 til 2. júní 2010.  Lagt fram til kynningar.
  2. Fundargerð heilbrigðisnefndar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða frá 2. júní 2006.   Borist hefur fundargerð heilbrigðisnefndar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða frá 2. júní 2006.  Lagt fram til kynningar.
  3. Opnun tilboða í Austurtún 6.  Borist hefur eitt tilboð í fasteignina Austurtún 6 frá Guðmundi Björgvin Magnússyni að fjárhæð 5.500.000 kr.   Samþykkt var samhljóða að taka tilboðinu.
  4. Beiðni frá Matthíasi Lýðssyni og Hafdísi Sturlaugsdóttur um þátttöku sveitarfélagsins í kostnaði vegna tónlistarnáms dóttur þeirra.  Hreppsnefnd hefur kannað þátttöku annarra sveitarfélaga í kostnaði tónlistarnáms barna, sem lögheimili eiga í öðru sveitarfélagi en þar sem námið er sótt.  Samþykkt var samhljóða að hafna erindinu að svo stöddu en að unnið verði að því að setja reglur fyrir sveitarfélagið um þátttöku kostnaðar í tónlistarnámi hið fyrsta.

 

Fundargerð lesin upp og hún samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:18.

Ásdís Leifsdóttir (sign) 
Valdemar Guðmundsson (sign)
 Rúna Stína Ásgrímsdóttir (sign)
 Jón Gísli Jónsson (sign)
 Már Ólafsson (sign)
 Daði Guðjónsson (sign)
 

 

 

 

 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson