Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

    Hreppsnefndarfundur nr. 1080

Ár 2006 þriðjudaginn 20. júní var haldinn fundur í hreppsnefnd sameinaðs sveitarfélags Hólmavíkurhrepps og Brodddaneshrepps.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17:00.  Valdemar Guðmundsson aldursforseti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Daði Guðjónsson, Jón Gísli Jónsson og Már Ólafsson.  Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta var gert.

 Valdemar kynnti  boðaða dagskrá fundarins í 9 liðum, sem var eftirfarandi:

  1. Kosning oddvita og varaoddvita.
  2. Ráðning sveitarstjóra.
  3. Beiðni frá meðeigendum Kálfaneslands um fund til að ræða nýtingu jarðarinnar.
  4. Nafn á sameinuðu sveitarfélagi Hólmavíkurhrepps og Broddaneshrepps.
  5. Tilkynning um matsskyldu frá Skipulagsstofnun vegna breytinga á lagningu vegar um Arnkötludal og Gautsdal.
  6. Beiðni frá Matthíasi Lýðssyni og Hafdísi Sturlaugsdóttur um þátttöku sveitarfélagsins í kostnaði vegna tónlistarnáms dóttur þeirra.
  7. Fyrirkomulag grenjavinnslu í sameinuðu sveitarfélagi Hólmavíkurhrepps og Broddaneshrepps.
  8. Opnun tilboða í gömlu slökkvistöðina.
  9. Skýrsla sveitarstjóra.

Þá var gengið til dagskrár.

  1. Kosning oddvita og varaoddvita.  Jón Gísli Jónsson stakk upp á Valdemar Guðmundssyni sem oddvita og var það samþykkt samhljóða.  Einnig stakk Jón upp á Rúnu Stínu Ásgrímsdóttur sem varaoddvita og var það samþykkt samhljóða.
  2. Ráðning sveitarstjóra.  Samþykkt var að ráða Ásdísi Leifsdóttur sem sveitarstjóra og var oddvita falið að ganga frá samningi við hana.
  3. Beiðni frá meðeigendum Kálfaneslands um fund til að ræða nýtingu jarðarinnar.  Borist hefur bréf undirritað af  eigendum Kálfaneslands dagsett 6. júní 2006 þar sem farið er þess á leit að fá fund með hreppsnefnd til að ræða nýtingu jarðarinnar.  Samþykkt var samhljóða að verða við erindinu og sveitarstjóra falið að boða til fundar með meðeigendum.
  4. Nafn á sameinuðu sveitarfélagi Hólmavíkurhrepps og Broddaneshrepps.  Oddviti lagði til að nafnið á sameinuðu sveitarfélagi yrði Strandabyggð.  Daði Guðjónsson kom með tillögu um að sveitarfélagið myndi heita áfram Hólmavíkurhreppur.  Oddviti bar upp tillögu um að nýtt heiti á sameinuðu sveitarfélagi yrði Strandabyggð og var það samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur.
  5. Tilkynning um matsskyldu frá Skipulagsstofnun vegna breytinga á lagningu vegar um Arnkötludal og Gautsdal.  Erindi frá Skipulagsstofnun dagsett 9. júní um breytingu á lagningu vegar um Arnkötludal og Gautsdal samkvæmt tilkynningu um matsskyldu.  Hreppsnefnd samþykkir fyrir sitt leiti breytingarnar og fagnar framkvæmdinni.
  6. Beiðni frá Matthíasi Lýðssyni og Hafdísi Sturlaugsdóttur um þátttöku sveitarfélagsins í kostnaði vegna tónlistarnáms dóttur þeirra.  Borist hefur bréf dagsett 13. júní 2006 frá Matthíasi Lýðssyni og Hafdísi Sturlaugsdóttur þar sem farið er þess á leit að sveitarfélagið taki þátt í kostnaði þeirra vegna tónlistarnáms dóttur þeirra.    Samþykkt var að fresta málinu til næsta fundar og sveitarstjóra falið að afla nánari upplýsinga.
  7. Fyrirkomulag grenjavinnslu í sameinuðu sveitarfélagi Hólmavíkvíkurhrepps og Broddaneshrepps.  Lagt var til að eftirtaldir aðilar yrðu ráðnir til grenjavinnslu fyrir sameinað sveitarfélag:

 

Indriði Aðalsteinsson                 frá Mórillu að Ísafjarðará.

Magnús Steingrímsson              frá Selá að Grjótá.

Þorvaldur G. Helgason             frá Grjótá að Hrófá.

Ragnar Bragason                      frá Hrófá að Forvaða.

Torfi Halldórsson                      frá Forvaða að Ennishálsi.

Magnús Sveinsson                    frá Ennishálsi að Stikuhálsi.

Var tillagan samþykkt samhljóða.  Þá var tillaga um að ráða Guðbrand Sverrisson til minkaveiða og var tillagan samþykkt samhljóða.  Þá var einnig lagt til að greiddar yrðu 800 kr. á klst. fyrir grenjavinnsluna, 53 kr/km. og skotlaun væru 7.000 kr. fyrir ref, 1.600 kr. fyrir yrðlinga og 3.000 kr. fyrir mink og ekki verði reikningar greiddir nema að veiðiskýrsla og gps hnit á landakorti verði skilað inn. Var það samþykkt samhljóða. 

  1. Opnun tilboða í gömlu slökkvistöðina.  Opnuð voru tilboð í gömlu slökkvistöðina en borin var upp tillaga um að selja ekki húsið heldur yrði það rifið.  Var tillagan samþykkt samhljóða.

  2. Skýrsla sveitarstjóra.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir að gott væri að yfirfara samþykktir Hólmavíkurhrepps m.t.t. breytinga á nefndum og nefndarskipan í sveitarfélaginu.  Þá verður laus til umsóknar Austurtún 6 og samþykkti hreppsnefnd samhljóða að auglýsa íbúðina til sölu.  Einnig var kynnt framtak Sorpsamlagsins um söfnun brotajárns í Strandasýslu.

 

Fundargerð lesin upp og hún samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:05.

Ásdís Leifsdóttir (sign) 
Valdemar Guðmundsson (sign)
 Rúna Stína Ásgrímsdóttir (sign)
 Jón Gísli Jónsson (sign)
 Már Ólafsson (sign)
 Daði Guðjónsson (sign)

 

    

 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson